top of page

Um mig

Álfheiður Eva

Ég hef brennandi áhuga á öllu sem viðkemur andlegri heilsu og sjálfseflingu fólks. Árið 2007 lauk ég BA gráðu í sálfræði og árið 2012 lauk ég MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Ég hef margvíslega starfsreynslu sem ráðgjafi, sérfræðingur og stjórnandi í grunn- og framhaldsskóla. Ég lagði stund á framhaldsnám í meðferðardáleiðslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands árið 2018 er nú sjálfstætt starfandi meðferðardáleiðari (Certified Clinical Hypnotherapist).

alfheidur_1a.jpg

Nánar um starfsreynslu

Starfsreynsla

2018 - Núverandi

Starfa sjálfstætt sem meðferðardáleiðari (Clinical Hypnotherapist).

Kennari á grunn- og framhaldsnámskeiði í meðferðardáleiðslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands.

​Ráðgjafi hjá Skilvirk Ráðgjöf. 

2013-2016

Verkefnastjóri í Norðlingaskóla. Umsjón með ýmsum verkefnum á sviði rekstrar og mannauðsmála.

2012-

Stofnandi MIA, frumkvöðlafyrirtækis, þróaði íslenskar froðusápur sem seldar hafa verið í verslunum um land allt.

2016-2018

Mannauðsstjóri í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og verkefnastjóri heilsueflandi framhaldsskóla.

2012-2013

Verkefnastjóri í Pennanum. Helstu verkefni snéru að sölu- og markaðsmálum á fyrirtækjasviði.

2008-2012

Verkefna- og þróunarstjóri í Fellaskóla. Helstu verkefni voru þróun og innleiðing á stefnumiðuðu árangursmati við skólann og vinna við lausn nemendamála ásamt stjórnendum og ráðgjöfum skólans. 

bottom of page