top of page

Algengar spurningar

Hvað er dáleiðsla?

Dáleiðsla er náttúrulegt ástand sem við upplifum á hverjum degi þegar við leggjumst til svefns og þegar við vöknum upp úr svefni. Dáleiðsla er því fullkomlega eðlilegt ástand sem margir upplifa sem þægilegt og slakandi og tengist á engan hátt yfirnáttúrulegum eða dulrænum aðstæðum. Dáleiðsla í meðferðarskyni hefur fylgt manninum lengi og getur gagnast við margvíslegum vandamálum. Meðferðardáleiðsla á enn fremur ekkert skylt við sviðsdáleiðslu en öll dáleiðsla er sjálfsdáleiðsla þar sem dáleiðsluþegi hefur stjórn á aðstæðum og er meðvitaður um allt sem fram fer í dáleiðslunni.

Hverjir bjóða upp á dáleiðslumeðferðir?

Talsverður fjöldi einstaklinga m.a. heilbrigðisstarfsmenn hafa lært dáleiðslu og nýta aðferðir dáleiðslu í störfum sínum með einhverjum hætti. Nokkrir meðferðaraðilar hafa sérhæft sig í þróuðum dáleiðslumeðferðum og hafa mikla þekkingu og reynslu á því sviði. Eins og í annarri meðferðarvinnu er mikilvægt að velja meðferðaraðila af kostgæfni þar sem dáleiðslumeðferðir eru mjög sérhæfðar og gott traust þarf að vera til staðar.  

Hvað er hægt að vinna með í dáleiðslumeðferð?

Dáleiðsla í meðferðarskyni hefur fylgt manninum lengi og getur gagnast við margvíslegum vandamálum. 

Hægt er að vinna með mál af sálrænum og sálfvefrænum toga í dáleiðslu til dæmis við að breyta vana, vinna með vanlíðan og áföll, vinna með fælni, verkjastjórnun, þyngdarstjórnun, bæta frammistöðu og auka sjálfstraust og almenna sjálfseflingu.

Dáleiðslumeðferðir koma ekki í staðinn fyrir læknisþjónustu eða aðra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. 

Hvernig fer meðferð fram?

Í upphafi fer fram viðtal og kynning og meðferð hefst í framhaldinu. ​Dáleiðslumeðferð er einstaklingsmiðuð meðferð þar sem meðferðardáleiðari aðstoðar dáleiðsluþega við að ná fram óskuðum breytingum með þróuðum dáleiðsluaðferðum. Dáleiðslumeðferðin gengur út á að ná fram breytingum í undirvitund dáleiðsluþegans með því að finna meðvitaðar og stundum ómeðvitaðar orsakir vandans og breyta mótun eða skilyrðingum sem viðkomandi hefur orðið fyrir og valda erfiðleikum í daglegu lífi. 

Það er mismunandi eftir viðfangsefni og meðferðarþega hversu langan tíma meðferð tekur. 

 

Staðsetning stofu er í Ármúla 23, 2. hæð, 108 Reykjavík. Einnig er boðið upp á meðferð á netinu í gegnum fjarfundarbúnað. 

Við hverju get ég búist?

Það er mikilvægt að gefa sér góðan tíma þegar farið er í dáleiðslu og skilja við amstur dagsins. Lykilatriði er að ná góðri slökun. Flestum líður mjög vel í dáleiðslu og margir fara auðveldlega í létta dáleiðslu. Margir hafa ákveðnar hugmyndir um dáleiðslu og það er mikilvægt að meðferðaraðili ræði þær, útskýri meðferð vel og leiðrétti ranghugmyndir  séu þær til staðar. Eins og í annarri meðferðarvinnu skipta viðhorf og væntingar miklu máli fyrir árangur meðferðar.   

Eru upplýsingar um mig öruggar?

Öll samskipti og meðferð fara fram í fyllsta trúnaði. Í fjarmeðferð er notast við þjónustu KaraConnect, sem er sérstaklega hönnuð fyrir sérfræðinga, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk, til að selja þjónustu sína í gegnum netið. Hugbúnaðurinn er því í samræmi við hæstu öryggiskröfur Persónuverndar og Landlæknis.

bottom of page