top of page

Þjónustan

 

Dáleiðsla er náttúrulegt ástand sem við upplifum á hverjum degi þegar við leggjumst til svefns og þegar við vöknum upp úr svefni. Dáleiðsla er því fullkomlega eðlilegt ástand sem margir upplifa sem þægilegt og slakandi og tengist á engan hátt yfirnáttúrulegum eða dulrænum aðstæðum. Dáleiðsla í meðferðarskyni hefur fylgt manninum lengi og getur gagnast við margvíslegum vandamálum. Meðferðardáleiðsla á enn fremur ekkert skylt við sviðsdáleiðslu en öll dáleiðsla er sjálfsdáleiðsla þar sem dáleiðsluþegi hefur stjórn á aðstæðum og er meðvitaður um allt sem fram fer í dáleiðslunni.

Dáleiðslumeðferð er einstaklingsmiðuð meðferð þar sem meðferðardáleiðari aðstoðar dáleiðsluþega við að ná fram óskuðum breytingum með þróuðum dáleiðsluaðferðum. Dáleiðslumeðferðin gengur út á að ná fram breytingum í undirvitund dáleiðsluþegans með því að finna meðvitaðar og stundum ómeðvitaðar orsakir vandans og breyta mótun eða skilyrðingum sem viðkomandi hefur orðið fyrir og valda erfiðleikum í daglegu lífi. 

Lengd meðferðar tekur mið af viðfangsefninu og hversu vel meðferðarþegi bregst við meðferðinni. Í fyrsta tíma fer fram viðtal og markmiðssetning og meðferð hefst. 

Dáleiðslumeðferð kemur ekki í staðinn fyrir læknismeðferð, sálfræðimeðferð eða aðra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu en getur gagnast mörgum vel sem viðbótarmeðferð. 

01.

Ég býð upp á einstaklingsmiðaða dáleiðslumeðferð. Aðferðirnar sem ég vinn með eru Hugræn endurforritun, Subliminal Therapy /Yager, Regression Therapy, Parts Therapy og Ego State Therapy. Dáleiðslumeðferð kemur ekki í staðinn fyrir læknismeðferð, sálfræðimeðferð eða aðra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu en getur gagnast mörgum vel sem viðbótarmeðferð. 

Dáleiðslumeðferðir miða að því að finna og vinna með orsakir mála í undirvitundinni sem eru að valda erfiðleikum í daglegu lífi. Hægt er að vinna með mál af sálrænum og sálfvefrænum toga í dáleiðslu.

Það sem unnið er með er m.a. 

  • Breyta vana s.s. að hætta að reykja

  • Vinna með vanlíðan og áföll

  • Vinna með fælni s.s. flughræðslu, kóngulóafælni

  • Vinna með kvíða s.s. almennan kvíða, frammistöðukvíða, prófkvíða, heilsukvíða

  • Vinna með streitu og streitustjórnun

  • Svefnvandamál

  • Verkjastjórnun s.s. langvarandi verkir, gigtarverkir, mígreni

  • Þyngdarstjórnun

  • Átak til lífsstílsbreytinga s.s. bæta matarræði, hreyfingu og breyta óæskilegum vana

  • Bæta frammistöðu og árangur s.s. hjá afreksfólki í íþróttum, stjórnendum og öðrum sem vilja bæta frammistöðu sína

  • Bæta sjálfstraust og almenna sjálfseflingu

02.

Ég býð upp á einstaklingsmiðaða dáleiðslumeðferð fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-18 ára. Dáleiðslumeðferð kemur ekki í staðinn fyrir læknismeðferð, sálfræðimeðferð eða aðra heilbrigðisþjónustu en getur gagnast vel sem viðbótarmeðferð. 

Börn og unglingar eru gjarnan móttækileg fyrir dáleiðslu. Rík áhersla er lögð á að börnin upplifi vellíðan og öryggi á meðan meðferð stendur. Dáleiðslumeðferðir miða að því að finna og vinna með orsakir mála sem eru að valda erfiðleikum í daglegu lífi. Þannig er m.a. hægt að vinna með:

  • Félagsfælni

  • Lágt sjálfsmat

  • Kvíða og áhyggjur s.s. frammistöðukvíða og prófkvíða

  • Tölvu- og netfíkn

  • Dagvætu og næturvætu

  • Svefnvandamál

  • Átak til lífsstílsbreytinga s.s. bæta matarræði, hreyfingu og breyta óæskilegum vana

03.

Ég býð upp á sérsniðnar dáleiðslumeðferðir fyrir konur í barneignarferlinu. Dáleiðslumeðferðir koma ekki í staðinn fyrir læknisþjónustu, sálfræðiþjónustu eða aðra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu en getur gagnast vel sem viðbótarmeðferð.

Hægt er að vinna með eftirtalda þætti í dáleiðslumeðferð:

  • Meðgöngukvilla eins og morgunógleði

  • Hugarfar og vanlíðan á meðgöngu s.s. meðgönguþunglyndi

  • Vinna úr erfiðri fæðingarreynslu og kvíða gagnvart fæðingu

  • Verkjastjórnun í fæðingarferlinu

  • Sjálfstraust og sjálfsefling í tengslum við móðurhlutverkið

  • Erfiðleikar við brjóstagjöf

  • Vinna með viðhorf og áföll sem geta haft áhrif á tengslamyndun móður og barns og möguleikann á fæðingarþunglyndi

04.

Býð upp á sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga sem þjást af vefjagigt sem viðbótarmeðferð við aðra meðferð s.s. læknismeðferð, sálfræðimeðferð og sjúkraþjálfun. Unnið er með þætti sem geta hafa átt hlutdeild í þróun vefjagigtarinnar s.s. líkamleg og andleg áföll, langvinnir verkir og svefntruflanir. Unnið er að sjálfseflingu einstaklingsins og kenndar eru aðferðir til verkjastillingar í gegnum sjálfsdáleiðslu. 

Í dáleiðslumeðferð er hægt að vinna með eftirfarandi þætti:

  • Vinna með viðhorf og vanlíðan s.s. kvíði og depurð

  • Vinna úr áföllum 

  • Verkjastjórnun

  • Streitustjórnun og slökun

  • Svefntruflanir

  • Sjálfsefling og sjálfstraust

  • Sjálfsskoðun og sjálfsþekking

  • ​Átak til lífsstílsbreytinga s.s. bæta matarræði, hreyfingu og breyta óæskilegum vana

05.

Býð upp á heildræna dáleiðslumeðferð sem tekur til streitu og tengdra þátta. Langvarandi og óhófleg streita getur verið skaðleg heilsu fólks og leitt til alvarlegs heilsubrests. Mikilvægt er takast á við orsakir streitu og bera kennsl á helstu streituvalda og finna leiðir til að ná jafnvægi í lífinu. 

Í dáleiðslumeðferð er hægt að vinna með eftirtalda þætti:

  • Vinna með orsakir streitu og streituvalda

  • Vinna með áföll

  • Vinna með innri átök og langanir sem togast á

  • Vinna með kvíða og áhyggjur

  • Streitustjórnun og slökun

  • Svefntruflanir 

  • Átak til lífsstílsbreytinga s.s. bæta matarræði, hreyfingu og breyta óæskilegum vana

  • Sjálfsstyrking og almenn sjálfsefling

  • Sjálfsskoðun og sjálfsþekking

06.

Ég býð hópum og vinnustöðum upp á kynningu og fræðslu um dáleiðslu með áherslu á að kenna starfsfólki aðferðir sjálfsdáleiðslu (Self Hypnosis) til almennrar sjálfseflingar. Í amstri dagsins virðist það vera stöðug áskorun að draga úr streitu og bæta jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Mikilvægt er að starfsfólk þekki fjölbreyttar leiðir til að draga úr streitu og auka vellíðan. Óhófleg streita á vinnustað getur valdið starfsfólki andlegri og líkamlegri vanlíðan og aukið verulega líkurnar á kulnun í starfi. 

Sjálfsdáleiðsla getur verið mjög öflugt verkfæri til að auka vellíðan starfsfólks. Sjálfsdáleiðsla getur gagnast vel til að auka einbeitingu, draga úr streitu, draga úr kvíða, auka sjálfstraust og sjálfsþekkingu og bæta almenna líðan. 

Ég býð hópum og vinnustöðum einnig upp á aðrar sérsniðnar lausnir. Hafið samband og við förum yfir hvað gæti hentað þínum vinnustað. 

bottom of page