top of page
Search
  • Writer's pictureÁlfheiður Eva Óladóttir

Fyrir hverja er dáleiðslumeðferð?

Updated: Oct 26, 2018




Dáleiðsla í meðferðarskyni hefur fylgt manninum lengi. Það geta allir eða allflestir nýtt dáleiðslu til sjálfseflingar sé vilji til breytinga. Hægt er að vinna með mál af sálrænum og sálfvefrænum toga í dáleiðslu til dæmis við að breyta vana, vinna með vanlíðan og áföll, vinna með fælni, verkjastjórnun, þyngdarstjórnun, bæta frammistöðu og auka sjálfstraust og almenna sjálfseflingu.


Hvað gengur dáleiðslumeðferð út á?


Í hefðbundinni meðferðarvinnu fást meðferðaraðilar við vandann á vitsmunalega sviðinu og vinna með meðvitaða hugann. Í dáleiðslumeðferð er farið framhjá gagnrýnni hugsun rökfestunnar og unnið með undirvitundina til að finna orsakir og lausn vandans.


Dáleiðslumeðferð er einstaklingsmiðuð meðferð þar sem meðferðardáleiðari aðstoðar dáleiðsluþega við að ná fram óskuðum breytingum með þróuðum dáleiðsluaðferðum. Dáleiðslumeðferðin gengur út á að ná fram breytingum í undirvitund dáleiðsluþegans með því að finna meðvitaðar og stundum ómeðvitaðar orsakir vandans og breyta mótun eða skilyrðingum sem viðkomandi hefur orðið fyrir og valda erfiðleikum í daglegu lífi. 


Dáleiðslumeðferð kemur ekki í staðinn fyrir læknismeðferð, sálfræðimeðferð eða aðra sérhæfða og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu en getur gagnast mörgun vel sem viðbótarmeðferð.


416 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page