top of page

 

 

DÁLEIÐSLA

Dáleiðsla kallar fram vitundarástand sem hægt er að nýta til sjálfseflingar

Um mig

Um mig

Álfheiður Eva

Ég hef brennandi áhuga á öllu sem viðkemur andlegri heilsu og sjálfseflingu fólks. Ég hef einnig mikinn áhuga á að vinna með börnum og unglingum en sjálf á ég þrjú börn.  Árið 2007 lauk ég BA gráðu í sálfræði og árið 2012 lauk ég MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Ég hef margvíslega starfsreynslu sem ráðgjafi, sérfræðingur og stjórnandi í grunn- og framhaldsskóla. Ég lagði stund á framhaldsnám í meðferðardáleiðslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands er nú sjálfstætt starfandi meðferðardáleiðari, Certified Clinical Hypnotherapist.

alfheidur_1_svhv_a.jpg
Þjónustan
01.

Ég býð upp á einstaklingsmiðaða dáleiðslumeðferð. Hægt er að vinna með mál af sálrænum og sálfvefrænum toga í dáleiðslu til dæmis við að breyta vana, vinna með vanlíðan og áföll, vinna með fælni, verkjastjórnun, þyngdarstjórnun, bæta frammistöðu og auka sjálfstraust og almenna sjálfseflingu

02.

Ég býð upp á einstaklingsmiðaða dáleiðslumeðferð fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-18 ára. Börn og unglingar eru gjarnan móttækileg fyrir dáleiðslu. Dáleiðslumeðferðir miða að því að finna og vinna með orsakir mála sem eru að valda erfiðleikum í daglegu lífi. Þannig er m.a. hægt að vinna með félagsfælni, lágt sjálfsmat, kvíða og áhyggjur og tölvu- og netfíkn. 

03.

Ég býð sérsniðnar dáleiðslumeðferðir fyrir konur í barneignarferlinu. Meðferðin getur tekið á meðgöngukvillum eins og morgunógleði. Unnið er með hugarfar og  mögulega verkjastjórnun í fæðingarferlinu. Unnið er með sjálfstraust og sjálfseflingu móður í tengslum við móðurhlutverkið.  

Eitt og annað um dáleiðslu og tengd málefni
bottom of page